javascript hit counter

Sunnan að norðan

Ég er Akureyringur, MA-ingur, líffræðingur (B.s), brjálaður heklari og bakari af Laxamýraættinni. Ég er í doktorsnámi við HÍ en þar sem ég var orðin leið á krílaborginni Reykjavík þá kom ég mér bakdyramegin inn í Yale.

Name:
Location: New Haven

Wednesday, April 11, 2007

Ég vissi það

Vísindamenn við Edinborgarháskóla eru búnir að svara spurningunni sem ég spurði fyrir nokkru. Kettir geta haft ofnæmi fyrir mönnum.

Sumir kettir hafa ofnæmi fyrir mönnum

Alkunnugt er að ýmsir menn þola illa fínleg hár af kattarfeldi, en sérfræðingar við Edinborgarháskóla segja suma ketti, og ýmis önnur dýr, hafa ofnæmi fyrir mönnum. Þannig valdi húðfrumur og hár manna því að 2% katta eigi við ýmsa ofnæmiskvilla að stríða, svo sem kláða, hnerra og öndunarsjúkdóma á borð við asma.

Þá bæti ekki úr skák séu kettirnir lokaðir inni í sóðalegum mannabústöðum þar sem rykmottur séu undir húsgögnum og í hornum og tóbaksreykur liggi í loftinu.

Thursday, April 05, 2007

4. apríl 2007

Ég: Alva til hamingju með 6 mánaða afmælið.
Alva; snýr sér við og sleikir á sér rassinn.

Monday, February 12, 2007

Af köttum og fleiri kvikindum

Jæja þá er maður orðin þaulvön katarmamma. Alva er líka orðin spiltasti köttur sem um getur. Það er búið að fara með hann til dýralæknis og gef allskonar sprautur og taka ýmis sýni. Búið að hella hann fullan af lyfjum þannig að nú ætti hann að vera laus við alla orma og eyrnarpöddur. Ég sver að ég kaupi meiri mat handa honum en handa mér og svo á hann heilmikið af leikföngum og allskonar græjum. Hann fékk samt flottustu gjöfina núna um helgina en mamma og pabbi gáfu mér pening til að kaupa "skírnargjöf" handa krílin. Ég kaypti nátúrulega höll enda dugði ekkert minna. Hér við hliðina er svo mynd af efsta partinum af höllinni. Alva er alveg harðánægður með þetta og sendir bestu þakkir norður.
Ég er byrjuð á nýju kökkuskreytingarnámskeyði og svo fékk ég gefins heilmikið af bútasaumsefni þannig að það er nóg að gera.
Hér er búin að vera skrítin vetur það hefur ekkert snjóað að ráði og þó að það sé kalt er bara erfitt að trúa því að það sé febrúar. Ég væri alveg til í góðan snjókomu með alvöru snjó en ég held reyndar að ég sé ein um þessa ósk.
Að lokum smá hugleiðing. Fullt af fólki er með ofnæmi fyrir hundum og köttum; geta hundar og kettir verið með ofnæmi fyrir mönnum ? Posted by Picasa

Friday, January 19, 2007

Alva

Ég var búin að lofa að senda inn mynd af nýjasta barninu mínu. Hann heitir Alva og er rúmlega 3 mánaða. Hann er mjög kúrinn en einnig mjög forvitin.. Hér hafa verið háðar miklar orustur við blúnduna á rúminu mínu og hann er búin að klifra upp á nær öll húsgögn í íbúðinni. Rúmið er samt enn í mestu uppáhaldi enda gott að fela sig undir því og kíkja svo út eftir þörfum. Posted by Picasa

Wednesday, November 08, 2006

líður að jólum

Mér hefur borist töluvert af kvörtunum að blogg leti minni.
Allavega hér er smá ágrip af síðast liðnum mánuðum ekki í neinni sérstakri röð.
-Hef sauðmað helling þ.á.m. kjól, hrekkjavökubúning og æðislegar náttbuxur
-Eftir að sorgartímabilinu lauk fékk ég mér nýjan Betta fisk, hann heitir Steven í höfuðið á uppáhaldssöngvaranum mínum, ef þetta segir ykkur ekkert þekkið þig mig ekki neitt! (vísbending, lagið sem ég er að hlusta á núna heitir cosmic dancer)
-Byrti grein númer 2 í journal of bacterology, ef ykkur langar að lesa þá hafið samband
-Lærði bútasaum og bjó til teppi handa nýjasta frænda mínum
-Er að læra þýsku og horfi núna reglulega á þýskar bíómyndir
-Er á fullu í líkamsrækt og er með gegt myndarlegan einkaþjálfara
-Er að læra kökuskreytingar, labbfélögunum til mikilar ánægju en þeir fá að éta afgangana
-Er búin að kaupa allar jólagjafir nema eina, jejj
-Leiðbeindi manni hvernig hann ætti að finna arketektaskólahúsið, nema ég vísaði honum óvart á verkfræðihúsið !
-Henti kallbjálfa út úr kvenasturtunni í líkamsræktinni
-Liðið sem hjálpar manni við að leysa vísa og önnur sktrifinskuvandamál kann að stafsetja nafnið mitt :(
-Hlustaði á fyrirlestur hjá Hans Blix, spáið í því hvað heimurinn væri betur staddur ef forstabjálfinn hefði trúað honum
jæja kakóið er búið og ég á leið í rúmið.
Góða nótt Posted by Picasa

Monday, July 24, 2006

Dánarfregnir



Dieter "litli" lést að heimili sínu 24. júlí síðastliðinn. Hann barðist hetjulega við bakteríuna Columnaris en því miður uppgötvaðist sýkingin of seint og sýklalyf bárust ekki í tæka tíð. Jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk aðstendanda og söng vanmetnasta sópransöngkona Íslands við athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á sædýrasafn Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sunna Helgadóttir

Saturday, July 15, 2006

bútasaumur




Ég er nýbúin að kaupa mér saumavél. Í tilefni af því hef ég farið á nokkur námskeið meðal annars bútasaumsnámskeið. Bútasaumur er eitt það skemmtilegasta sem ég hef lært lengi og hef ég undanfarið verið að búa til lítið barnateppi. Það vill svo heppilega til að hún Jóhanna frænka mín er ný búin að eignast myndarlegan strák sem heitir Hannes Helgi og vona ég að ég nái að klára teppið nógu snemma svo ég geti gefið honum það. Nú vantar mig hjálp við að ákveða hvernig teppið á að líta út. Teppið er búið til úr níu ferningum svo að það eru þrjú möguleg munstur. Ég tók mynd af öllum möguleikunum og vona að þið séu til í að hjálpa mér að ákveða hvað sé best. Fyrsta myndin er af f og f munstrinu. Önnur myndin er af sjöu munstrinu og sú seinnasta er af siksak munstrinu. Endilega segið mér hvað ykkur fynnst best.